Út í bláinn

 

Út í bláinn

 

Nú fer hver að verða síðastur að taka þátt í ferðunum sem ganga undir nafninu út í bláinn. Þetta eru eins og flestir vita skemmtiferðir sem farnar eru síðasta sunnudag í hverjum mánuði frá hausti til vors og er samstarfsverkefni FIT og TR. Yfirleitt er ekki gefið upp hvert halda skal fyrr en í upphafi ferðar og oftast er um góðan og léttan göngutúr að ræða. Marsferðin verður með hefðbundnu sniði þann 30. og farið frá Borgartúni 30 kl. 13.  Ekkert kostar í ferðirnar og eru þær opnar félagsmönnum og fjölskyldum þeirra.