Fjölmennur aðalfundur FIT

Fjölmennur aðalfundur FIT

Aðalfundur Félags iðn- og tæknigreina var haldinn laugardaginn 29. mars 2008. 


Óvenju góð mæting var á fundinn.  Í skýrslu stjórna kom fram að rekstur félagsins gekk mjög vel á síðasta ári og eignastaða félagsins er mjög góð.  Félagsmönnum hefur fjölgað talsvert og nálgast nú fjórða þúsundið.  Auk venjulegra aðalfundastarfa var lítilsháttar breyting gerð á reglugerð sjúkrasjóðs og kynnt var að ný heimasíða var tekin í notkun ásamt nýrri orlofshúsasíðu.  Fram kom almenn ánægja með rekstur félagsins en aðal áhersla verður lögð á aukna þjónustu til félagsmanna á árinu.Hægt er að skoða fleiri myndir hér.