Rót vandans - umönnun trjáa

Rót vandans - umönnun trjáa
- Tveggja daga námskeið 15.-16. apríl 2008
Landbúnaðarháskóli Íslands í samstarfi við FIT. Námskeiðið Rót vandans er einkum ætlað þeim sem sjá um trjágróður og umönnun trjáa, s.s. garðyrkjustjórum, umhverfisstjórum, skrúðgarðyrkjumönnum, garðyrkjumönnum sveitarfélaga og kirkjugarða, skógfræðingum og öðru áhugafólki um velferð trjáa.
Fjallað verður um uppbyggingu trésins, þroskaferil þess og lífaldur. Hvernig varnarhættir þess virka gegn ýmsu utanaðkomandi áreiti. Gæði trjáa verða rædd og þeirri spurningu velt upp hvort nærumhverfi (jarðvegur) rótar sé rót vandans? Farið verður yfir hvernig hægt er að greina rótarvandamál og hvernig hægt sé að bregðast við þeim. Fjallað verður um gróðursetningaraðferðir trjáa og skógarplantna. Flutningur á trjám verður skoðaður sérstaklega, hvernig á að standa að flutningnum og hversu stór og hve gömul tré er hægt að flytja. Jafnframt verður fjallað um umhirðu og eftirlit með trjám eftir flutning.
Farið verður í skoðunarferð þar sem gæði trjáa og árangur flutninga verður skoðaður.
Kennarar: Jens Thejsen kennari við DCJ Beder garðyrkjuskólann í Danmörku, Hreinn Óskarsson skógfræðingur Hekluskógum og fleiri.
Tími: Þrið. 15. apr. kl 9:00 - 16:15 og mið. 16. apr. kl. 09:00-16:15 (18 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.
Verð: 24.900kr (Kaffi fyrir- og eftir hádegi, hádegismatur og gögn innifalin í verði)

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.
Skráningar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. e-mail address is being protected from spambots, you need JavaScript enabled to view it (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.