Kjaraviðræður

Kjaraviðræður

 

- Viðræður eru meira og minna í pattstöðu.

 

Mikil efnahagsleg óvissa gerir það að verkum að enginn vill taka frumkvæðið og því reynist snúið að finna réttan taktinn. Þrátt fyrir að við höfum ekki átt fund með samninganefnd ríkisins hafa aðrir hópar verið í viðræðum og þær fréttir berast að ríkið sé að undirbúa að spila út tillögu sem hugsuð sé sem meginlínan fyrir alla. Hvernig hún lítur nákvæmlega út fáum við væntanlega að sjá í næstu viku ef þessar fréttir reynast réttar.

Hins vegar kunna fréttir af viðræðum flugstjóra og SA hafa áhrif en í þeim viðræðum hafa menn orðið sammála um að vinna út frá því að gera eins árs samning en rétt er að taka fram að ekki liggur fyrir samkomulag um launabreytingar. Miðað við þá stöðu sem samningarviðræður annarra stéttarfélaga eru gagnvart ríkinu, eigum við ekki annarra kosta völ en doka við um sinn og sjá hvernig málin þróast.

Vinna við endurnýjun kjarasamnings við Kirkjugarða Reykjavíkur hefur haldið áfram og lagði samninganefnd
Samiðnar fram tillögu að nýjum kjarasamningi í byrjun vikunar og hafa fulltrúar Kirkjugarða Reykjavíkur verið að
skoða hana og má búast við viðbrögðum strax eftir helgi.
Engin viðbrögð hafa komið frá Orkuveitu Reykjavíkur og engir fundir verið haldnir í vikunni og engin boðaður í
þeirri næstu. Hins vegar geri ég frekar ráð fyrir að málið fari að þokast á stað og við fáum formleg svör á næstu dögum.