Þjónustunámskeið hjá Iðunni

Þjónustunámskeið hjá Iðunni

 

- Kennt 6. og 14. maí 2008 kl. 18-21.

 


Móttaka viðskiptavina - 6. maí 2008 kl. 18 - 21

Á námskeiðinu er kennt skref fyrir skref hvernig viðskiptavinir vilja að tekið sé á móti þeim. Fjallað er um hvernig hægt er að gera viðskiptavini ánægða og trygga með því að fara fram úr væntingum þeirra.

Viðskiptavinur sem kvartar gefur fyrirtækinu tækifæri til að bæta fyrir mistökin, læra af þeim, bæta þjónustuna og halda viðskiptatryggð hans. Leiðbeint er hvernig á að taka á móti kvörtunum og leysa úr þeim á farsælan máta.

Þátttakendur gera drög að vinnulýsingum (vinnuleiðbeiningum) fyrir móttöku viðskiptavina á námskeiðinu.


Tölvupóstur og sími - 14. maí 2008 kl. 18 - 21

Flestir tala oft á degi hverjum í síma. Á námskeiðinu gefst þátttakendum tækifæri til að læra hvernig þeir geta veitt framúrskarandi þjónustu en á sama tíma stytt samtöl og gert markvissari. Kennt er einnig hvernig veita er góða þjónustu og skapa jákvæða ímynd í tölvupóstsamskiptum.

Þátttakendur gera drög að vinnulýsingum (vinnuleiðbeiningum) fyrir símsvörun og tölvupósta á námskeiðinu.

Leiðbeinandi

Margrét Reynisdóttir er þaulvön námskeiðahaldi um þjónustumál. Hún hefur nýverið gefið út bókina Þjónusta - Fjöregg viðskiptalífsins sem er fyrsta bókin um þjónustu á íslensku. Margrét skrifaði árið 2006 ritið Þjónustugæði: Samkeppnisforskot og velgengni. Hún er M.Sc. í stjórnun & stefnumótun frá Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands og M.Sc. í alþjóða markaðsfræði frá University of Strathclyde í Glasgow.

Skráning hjá Iðunni í síma: 590 6400 eða á heimasíðunni