Starfsendurhæfingar á Suðurnesjum

Starfsendurhæfingar á Suðurnesjum

 

- SAMVINNA er heitið á verkefninu

 

Stofnað hefur verið samstarfsverkefni um starfsendurhæfingar á Suðurnesjum.  FIT er þátttakandi í verkefninu ásamt sveitarfélögunum á Suðurnesjum, verkalýðsfélögunum, mennta- og heilbrigðisstofnunum á svæðinu, lífeyrissjóði og Vinnumálastofnun á Suðurnesjum.  Verkefni þetta hefur hlotið nafnið SAMVINNA.  En nafnið vísar til þeirrar samvinnu sem mun eiga sér stað milli stofnanna, fyrirtækja og einstaklinganna sem taka þátt í þessu verkefni.

Markmiðið með stofnun starfsendurhæfingar á Suðurnesjum felst í samstarfi hagsmunaaðila við að koma á samræmdum, skilvirkum og skipulögðum starfsendurhæfingarúrræðum fyrir alla þá sem þess þurfa.  Þátttakandur í verkefninu munu verða virkir frá upphafi í endurhæfingu sinni.  Unnið verður á heildrænan hátt með einstaklinginn á félagslegri, sálrænni og líkamlegri stöðu hans.  Stofnanirnar sem hann þarf að leita til munu vinna saman við að styðja hann í að ná markmiðum sínum.