Samkomulag Samiðnaðar við Ríkið | |
- Um breytingar og framlengingu á kjarasamningi. | |
Í gær fimmtudaginn 29. maí 2008 náðist samkomulag milli Samiðnar og Ríkisins um framlengingu á gildandi kjarasamningi frá 1. maí 2008 til 31. mars 2009 með breytingum m.a. á launa-töflunni. Frá 1. maí 2008 tekur í gildi samræmd lífaldurstengd launatafla sbr. fylgiskjal 1 og rammaskilgreiningar sbr. gr. 1.4.1 falla út. Tryggt skal að enginn lækki í mánaðarlaunum fyrir dagvinnu vegna vörpunar í nýja launatöflu. |