Ertu á leið í nám og langar þig til að bæta námstæknina

Ertu á leið í nám og langar þig til að  bæta námstæknina

 

 

 

Iðan fræðslusetur býður upp á námskeið sem heitir Bætt námstækni - betri árangur. Námskeiðið er ætlað nemendum sem eru að hefja aftur nám að loknu hléi.  Á námskeiðinu er lögð áhersla á bættar námsvenjur og aukið skipulag í námi.  Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Iðunnar undir námskeið - stjórnunarnámskeið.

Mímir símenntun er með námskeið sem heitir Aftur í nám.  Aftur í nám er ætlað þeim sem komnir eru af unglingsaldri og eiga við lestrar- og skriftarörðuleika að stríða. Tilgangur námsins er að styrkja sjálfstraust námsmanna og þjálfa þá í lestri og skrift með aðferðum Ron Davis.  Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Mímis.