Heldrimannaferð FIT

Heldrimannaferð FIT

 

Lagt var af stað í heldrimannaferð FIT laugardaginn 20 september 2008.  Mjög góð mæting var í ferðina og komu menn með góða skapið eins og til var mælst.  Þeir Hilmar Harðarson Formaður FIT og Ármann Ægir Magnússon gjaldkeri FIT slógust með í för sem og Steindór Jónsson sem þann 24. september nær þeim merka áfanga að verða 100 Ára og af því tilefni var ferðinni heitið á fæðingarslóð afmælisbarnsins sem er á Steinum undir Eyjafjöllum.

Einnig var farið og skoðaður steinhellir og kaffi drukkið á Hellu.  Þórður frá Skógum mætti og heilsaði upp á afmælisbarnið og síðan var snætt í Drangshlíð.

Nánar verður sagt frá ferðinni í næsta fréttablaði FIT.  Myndir frá ferðinni eru komnar inn á vefin og
er hægt að skoða þær hér...