Steindór Jónsson bifvélavirki 100 ára

Steindór Jónsson bifvélavirki 100 ára

 


    Steindór að tala við Þórð í Skógum. 


Elsti félagsmaður FIT, Steindór Jónsson bifvélavirki, er 100 ára í dag 24. september 2008.  Hann fæddist á Steinum undir Eyja-fjöllum.  Steindór vann í greininni frá því um 1939 og fram á efri ár.  Í tilefni af afmæli Steindórs var farið í heldrimannaferð félagsins laugardaginn 20. september 2008 á æskustöðvar hans að Steinum undir Eyjafjöllum.

Hilmar Harðarson formaður FIT heimsótti Steindór í dag og færði honum árnaðaróskir frá félaginu og myndaalbúmi úr ofangreindri ferð ásamt glaðningi. 

 

 

   Hilmar formaður í heimsókn hjá afmælisbarninu.