FIT og Múrarafélagið skoða sameiningu

FIT og Múrarafélagið skoða sameiningu

 

 

 

Undanfarið hafa staðið yfir viðræður milli FIT og Múrarafélags Reykjavíkur um sameiningu félaganna. Á félagsfundi hjá Múrarafélaginu miðvikudaginn 22 október var samþykkt tillaga um að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna Múrarafélagsins um sameiningu við FIT. 89,47% samþykktu tillöguna, 7,89% voru andvígir og 2,63% atkvæðaseðla voru auðir.
Ef sameiningin verður samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslunni mun í framhaldinu verða boðað til tveggja félagsfunda í FIT þar sem tillögur sameininguna. Stefnt er að því niðurstaða liggi fyrir uppúr miðjum nóvember.