Nýr forseti ASÍ | |
Gylfi Arnbjörnsson var kosinn nýr forset ASÍ á ársfundi ASÍ með 59% atkvæða og er því réttkjörinn forseti ASÍ til næstu tveggja ára. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir hlaut 114 atkvæði eða 41%. Gylfi tekur við forsetaembættinu af Grétari Þorsteinssyni sem lætur nú af því starfi eftir 12 ára farsæla setu á forsetastóli. Ingibjörg R. Guðmundsdóttir mun sitja áfram sem varaforseti en Ingibjörg á ár eftir af sínu kjörtímabili. |