Fundarherferð ASÍ

Fundarherferð ASÍ - Áfram Ísland - fyrir hag heimilanna

 

Forysta ASÍ efnir til fundarherferðar um landið undir yfirskriftinni Áfram Ísland - fyrir hag heimilanna.  Haldnir verða sjö fundir vítt og breitt um landið en sá síðasti þeirra verður útifundur á Ingólfstorgi í Reykjavík.  Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ mun ræða um stöðuna og framtíðarsýn Alþýðusambandsins.  Áhersla verður lögð á fyrirspurnir úr sal þar sem að formenn landssambanda og forsetinn munu sitja fyrir svörum.

Staðir:

Egilsstaðir, Hótel Hérað - 25. nóvember kl. 20.00
Selfoss, Hótel Selfoss - 26. nóvember kl. 18.00
Reykjavík - Útifundur á Ingólfstorgi - 27. nóvember kl. 17.00

Dagskrá:

Áfram Ísland - fyrir hag heimilanna. Hvert skal halda?
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ

Pallborð:

Formenn landssambanda og stærstu félaga ASÍ sitja fyrir svörum
Tónlistaratriði, skipulagt í samvinnu við FÍH
Forystumaður stéttarfélags í heimabyggð kynnir drög að
ályktun fundarins
Í lokin verður boðið upp á kaffispjall

ASÍ vonast til að sjá sem flesta á þessum fundum.