Iðnskólinn í Hafnarfirði - Stækkun húsnæðis

Iðnskólinn í Hafnarfirði - Stækkun húsnæðis

Ný aðstaða pípulagningadeildarinnar var kynnt fyrir starfsfólki skólans og fulltrúum atvinnulífsins með formlegri opnun föstudaginn 14. nóvember 2008.

Iðnskólinn í Hafnarfirð hefur á undanförnum árum lagt mikla áherslu á menntun pípulagningamanna. Fyrir tæpum tveimur árum var 130 fermetra húsnæði tekið til leigu að Gjótuhrauni 7 fyrir pípulagningadeildina. Deildin hefur vaxið hratt og flótlega reyndist þetta húsnæði of lítið. Í upphafi þessarar annar var því bætt við tæpum 300 fermetrum og er sú aðstaða nú að mestu tilbúin og hefur þegar verið tekin í notkun að hluta.