Vegna fyrirhugaðrar sameiningar Félags iðn- og tæknigreina og Múrarafélags Reykjavíkur er boðað til tveggja félagsfunda í FIT til að afgreiða tillögu um sameiningu við MR og lagabreytingar sem slík sameining kallar á.
Vakin er athygli á að fundirnir eru báðir sama daginn og boðið verður uppá pizzur og gosdrykki á milli funda. Boðað er til félagsfundar þriðjudaginn 2. desember, kl. 18.00 í Borgartúni 30, 6. hæð.
Dagskrá:
1. Tillaga um sameiningu FIT og MR. Fyrri umræða. 2. Lagabreytingar, fyrri umræða: 1.grein, um starfssvæði 16.grein, um fjölda stjórnarmanna. 17.grein, um kosningu stjórnar 20.grein, um trúnaðarráð Bráðabyrgðaákvæði vegna sameiningar við MR
Stjórn FIT
Boðað er til félagsfundar þriðjudaginn 2. desember, kl. 19.30 í Borgartúni 30, 6. hæð.
Dagskrá:
1. Tillaga um sameiningu FIT og MR. Síðari umræða. 2. Lagabreytingar, síðari umræða : 1.grein, um starfssvæði 16.grein, um fjölda stjórnarmanna. 17.grein, um kosningu stjórnar 20.grein, um trúnaðarráð Bráðabyrgðaákvæði vegna sameiningar við MR 3. Önnur mál
Stjórn FIT | |