Múrarar samþykkja sameiningu

Múrarar samþykkja sameiningu

 

Lokið er talningu í kosningu Múrarafélags Reykjavíkur við Félag iðn- og tæknigreina.  Á kjörskrá voru 202 og greiddu 146 félagsmenn atkvæði eða um 72%.  Já sögðu 101 eða 71%, nei sögðu 41 eða 29%, auðir og ógildir voru 4. Sameinigin telst því bindandi en samþykki tvo þriðju hluta atkvæða þurfti til þess.

Fit hefur auglýst 2 félagsfundi á þriðjudag þar sem tillaga um sameiningu verður afgreidd.