Samningar undirritaðir - kynningafundur 5. desember

 

Samningar undirritaðir - kynningafundur 5. desember


FIT undirritaði samning við Alcan á föstudag.  Í gær skrifaði Samiðn fyrir hönd aðildafélaga undir nýjan kjarasamning við Reykjavíkurborg.   Eftir er að bera báða samningan undir atkvæðagreiðslu.  

Kjarasamningurinn  við Reykjavíkurborg er með gildistíma frá 1.nóvember 2008 til 31.ágúst 2009. Launahækkanir í samningnum kveða á um 20.300 kr. hækkun dagvinnulauna á mánuði.

Kynningarfundur vegna samningsins við Reykjavíkurborg verður haldinn föstudaginn 5. desember kl. 8:30 í húsnæði Samiðnar að Borgartúni 30. Að loknum kynningarfundi verða greidd atkvæði um samninginn, þeir sem ekki komast geta greitt atkvæði á skrifstofu Samiðnar fram til kl. 14:30 sama dag.