Fjárstuðningur til Hjálparstarfs kirkjunnar

Fjárstuðningur til Hjálparstarfs kirkjunnar

 

Félag iðn- og tæknigreina (FIT), Samiðn og Fagfélagið hafa afráðið að veita Hjálparstarfi kirkjunnar fjárstuðning um þessi jól í stað þess að senda samstarfsaðilum jólakort. Félögin vilja með þessu leggja sitt af mörkum til stuðnings þeim sem leita á náðir hjálparstofnana nú um jólin sökum atvinnuleysis og þverrandi kaupmáttar.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Hilmari Harðarsyni formann Félags iðn- og tæknigreina móttaka þakkarskjal frá Bjarna Gíslasyni hjá Hjálparstarfi kirkjunnar.