Laun hækka hjá Norðurál | |
Þann 9. febrúar var gengið frá samkomulagi við Norðurál vegna launahækkana starfsmanna frá og með 1. janúar sl. Þetta er í samræmi kjarasamninginn frá árinu 2005 en þar er kveðið á um að laun starfsmanna Norðuráls taki að meðaltali sömu breytingum og laun í sambærilegum orkufrekum iðnaði eftir 2008. Grunnlaunahækkun á alla launaflokka verður 6,5% frá 1. janúar. Árangurstengd laun (bónus) skv. grein 3.14.1í kjarasamningi skulu hækka og verða samtals 7,5% af grunnlaunum. Hækkun árangurstengdra launa mun koma fram í hækkun á vægi öryggismála samkvæmt nánara samkomulagi milli aðaltrúnaðarmanns og framkvæmdastjóra starfsmannasviðs. |