Sameining Múrarafélags Reykjavíkur við FIT | |
Um áramótin tók formlega gildi sameining Múrarafélags Reykjavíkur við Félag iðn- og tæknigreina. Félagsmenn í FIT eru því orðnir um það bil 4.400. Við sameininguna öðluðust félagmenn í Múrarafélagi Reykjavíkur öll réttindi og skyldur skv. lögum Félags iðn- og tæknigreina. Unnið er í því að samkeyra félagaskrár og þegar því líkur geta fyrrverandi félagsmenn í Múrarafélaginu skráð sig í orlofshúsakerfi FIT en fram að þeim tíma verður úthlutunin að vera í gegnum Þjónustuskrifstofunna í sími: 535-6000. |