Út í bláinn ferð n.k. sunnudag

Út í bláinn ferð n.k. sunnudag  

Ferðahópurinn „Út í bláinn" fer í sína fyrstu ferð n.k. sunnudag 22. janúar.  Lagt verður af stað kl. 13 frá Borgartúni 30 og stímað út í bláinn. Að vanda verður áfangastaður ekki gefinn upp.

„Út í bláinn" er ferðahópur FIT og Fagfélagsins og eru félagsmenn og fjölskyldur þeirra hvattir til að nýta sér ferðirnar sem eru þátttakendum að kostnaðarlausu - einungis þarf að koma með góða skapið og ævintýraþrána.

Miðað er við að næstu ferðir verði ávallt síðasta sunnudag mánaðarins fram til maí.

Frekari upplýsingar fást á skrifstofunni í síma 535-6000.