Námskeið á vegum Landbúnaðarháskólans

Námskeið á vegum Landbúnaðarháskólans  
Á næstunni eru nokkur námskeið í boði á vegum Landbúnaðar-háskólans. Þetta eru: Umhirða opinna svæða II, Svalir og sjálfbærni, Trjá- og runnaklippingar I, Trjá- og runnaklippingar II, Umhirða grassvæða - golf- og knattspyrnuvellir, Ræktun áhugaverðra krydd-, lauk- og matjurta í eigin garði, Ræktum okkar eigin ber og Notkun varnaefna í landbúnaði og garyrkju.  Sjá nánar hér að neðan:

Umhirða opinna svæða II


Námskeiðið er einkum þeim sem skipuleggja og stýra viðhaldi og umhirðu grænna svæða eins og starfsmenn sveitarfélaga, garðyrkjudeilda og einkafyrirtækja.
Fjallað verður um uppbyggingu grænna svæða m.t.t. notkunar og tilgangs. Hvernig má stýra viðhalds- og umhirðuþörf m.a. með réttri uppbyggingu, gróðurtegundum og áburðargjöf.
Þá verður fjallað um uppbyggingu og gerð grassvæða og gróðurbeða, jarðvegsmanir m.t.t. lágmarks viðhaldsþarfar eins og sláttutíðni og áburðarþörf. Umhverfisvænar aðferðir við illgresiseyðingu verða kynntar og notkun þekjuefna í beðum. Einnig aðgerðir gegn stórum ágengum illgresistegundum s.s. tröllahvönn, kerfli og lúpínu.
Fjallað verður um umhirðuviðmið, skilgreiningu einstakra svæða m.t.t. hönnunar, tilgangs og æskilegs útlits. Í framhaldinu verður farið yfir gerð umhirðu- og viðhaldsáætlana sem byggja á skilgreindum umhirðuviðmiðum.
Að lokum verður komið inn á upplýsingagjöf til verktaka, er varðar útboðsgögn, verklýsingar og verkeftirlit. Þá verður mannauðsnýting skoðuð út frá núverandi atvinnuástand í þjóðfélaginu og sett í samhengi við almenna verk- og flokkstjórn, móttaka nýrra starfsmanna, öryggisatriði og vinnuleiðbeiningar.

Kennarar: Kristinn H. Þorsteinsson garðyrkjufræðingur og Magnús Bjarklind skrúðgarðyrkjumeistari.

Tími: Fös 6. mars 2009, kl. 09:00 - 15:45 (8 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum Ölfusi.

Verð: 13.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og gögn innifalin í verði).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.


Kristinn H. Þorsteinsson


Magnús Bjarklind

 

Svalir og sjálfbærni

Haldið í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands og Græna geirann.

Námskeiðið er einkum ætlað áhugafólki um ræktun matjurta á svölum og í litlu plássi.
Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig standa skuli að undirbúningi á matjurtaræktun á svölum utanhúss. Farið yfir mikilvægi þess að jarðvegur sem valinn er til ræktunar sé nægilega góður. Komið verður inn á staðsetningu ræktunaríláta með tilliti til úrkomu, sólar og skjóls. Kynnt verða möguleg ræktunar ílát þar sem pláss er lítið. Einnig verður farið yfir hvernig hægt er að raða ræktuninni fallega upp í ker, potta o.fl. þannig að þau nýtist jafnframt sem skraut, eins verður farið í hönnun á plöntupýramídum o.fl. sem nýtast vel þar sem mjög lítið pláss er.
Farið verður yfir hvers konar umhirðu sé almennt þörf til að ná sem bestri uppskeru. Kynntar helstu tegundir sem henta til ræktunar við þessi skilyrði. Hvernig standa skuli að uppskerunni og hvernig best er að geyma matjurtirnar fram að notkun. Möguleikar á lífrænni ræktun skoðaðir og hvernig hægt er að nota afskurði úr ræktuninni í safnhaugagerð. Hluti námskeiðsins er verkleg sýnikennsla.

Kennarar: Guðríður Helgadóttir forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar LbhÍ, G. Brynja Bárðardóttir brautarstjóri blómaskreytingarbrautar LbhÍ og Hafsteinn Hafliðason garðyrkjufræðingur.

Tími: Lau. 7. mars, kl. 09:00-15:00 (7 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Verð: 12.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og gögn innifalin í verði)
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.


Guðríður Helgadóttir


G. Brynja Bárðardóttir


Hafsteinn Hafliðason

 


Trjá- og runnaklippingar I

Í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands og Græna geirann

Námskeið er grunnnámskeið fyrir allt áhugafólk um garðyrkju sem vill kynna sér hvernig standa skuli að klippingu trjáa og runna.
Á námskeiðinu verða kenndar klippingar á helstu garðtrjám, runnum og rósum. Kynnt verða grunnhugtök og grundvallaratriði klippinga. Farið verður yfir uppbyggingu og varnarkerfi trjáa með áherslu á viðbrögð þeirra við klippingum ásamt mati og hentugum árstímasetningum til klippinga. Sagt verður frá hvernig best sé að haga klippingu á trjám, rósum og limgerðum í heimagörðum. Kynnt verða helstu verkfæri sem notuð eru við trjáklippingar og sagt frá viðhaldi verkfæranna. Hluti af námskeiðinu er verkleg sýnikennsla og verklegar æfingar nemenda. Nemendur taki með sér eigin verkfæri í verklega tíma og klæði sig eftir veðri.

Kennari: Einar Friðrik Brynjarsson skrúðgarðyrkjumeistari, garðyrkjutæknir og stundakennari við LbhÍ.

Tími: Lau. 7. mars, kl. 09:00-15:45 (8 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Verð: 12.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og gögn innifalin í verði)

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.


Einar F. Brynjarsson

Trjá- og runnaklippingar II

Námskeiðið er ætlað garðyrkjumönnum, umhverfis- og garðyrkjustjórum, skógarbændum, sumarbústaðaeigendum sem og öðrum garðyrkjuáhugafólki sem komið hafa að klippingum og vilja bæta færni sína og þekkingu á hvernig best er að meðhöndla tré og runna.

Lögð verður áhersla á snyrtingu trjáa og runna á stærri svæðum, í skjólbeltum, trjálundum og fleiri stöðum þar sem náttúrulegt og snyrtilegt útlit trjáa og runna skiptir höfuðmáli. Farið verður yfir uppbyggingu og varnarkerfi trjáa með áherslu á viðbrögð þeirra við klippingum ásamt mati og hentugum árstímasetningum til klippinga. Námskeiðið er blanda af fróðleik, sýnikennslu og verklegum æfingum.
Kynnt verða helstu verkfæri sem notuð eru við trjáklippingar og sagt frá viðhaldi verkfæranna. Hluti af námskeiðinu er sýnikennsla og verklegar æfingar nemenda. Nemendur taki með sér þau verkfæri er þeir eiga í verklega tíma og klæði sig eftir veðri.

Kennari: Þorkell Gunnarsson skrúðgarðyrkjumeistari Lystigörðum.

Tími: Mán. 9. mars, kl. 09:00-15:45 (8 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Verð: 12.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og gögn innifalin í verði)

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.


Þorkell Gunnarsson

Umhirða grassvæða - golf- og knattspyrnuvellir

Námskeiðið er m.a. ætlað ófaglærðum starfsmönnum golf- og knattspyrnuvalla sem og stjórnendum sveitarfélagana. Einnig hentar námskeiðið starfsmönnum og vallarstjórum á golf- og knattspyrnuvöllum. Námskeiðið er grunnnámskeið í viðhaldi og umhirðu grassvæða með sérstakri áherslu á golf- og knattspyrnuvelli.
Á námskeiðinu verður fjallað um uppbygging grassvæða, m.a. knattspyrnuvalla, flata og teiga. Hvernig burðarlag svæðanna þarf að vera uppbyggt. Sagt frá mikilvægi þess að hafa dren, millilag og vaxtarlag (rótarlag) að réttum gæðum þegar vanda skal til verka. Einnig verður sagt frá grösum og grastegundum sem æskilegastar eru á þessum svæðum og hverjar eru grunnþarfir þeirra með tilliti til áburðar og vökvunar. Sagt verður frá hvernig standa á að viðhaldi og umhirðu svæðanna, m.a. slætti, söndun, loftun, tappagötun, yfirsáning, viðgerðum o.fl.

Kennarar: Einar Friðrik Brynjarsson skrúðgarðyrkjumeistari og garðyrkjutæknir og Magnús Bjarklind skrúðgarðyrkjumeistari og garðyrkjutæknir.

Tími: Fös. 20. mars, kl. 09:00 - 15:45 (8 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum Ölfusi.

Verð: 13.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og gögn innifalin í verði).

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.


Einar F. Brynjarsson


Magnús Bjarklind

Ræktun áhugaverðra krydd-, lauk- og matjurta í eigin garði - Hvanneyri

Haldið í samstarfi við Garðyrkjufélag Íslands og Græna geirann.
Námskeiðið er opið öllum áhugasömum matjurtaræktendum.
Á námskeiðinu verður fjallað um staðsetningu, mótun og uppbyggingu nytjajurtagarðsins. Farið vandlega í gegnum ræktun einstaka tegunda mat- og kryddjurta bæði algengra sem fágætra. Kennt verður meðal annars hvernig á að rækta mat-, skarlot- og hvítlauk, dill, steinselju, garðablóðberg (timían), fenniku, garðertur, stilkbeðju og hvernig uppskera megi ferskt salat allt sumarið. Einnig verður fjallað um sáningu, forræktun og gróðursetningu, skiptiræktun, safnhaugagerð, áburðargjöf og helstu meindýr og sjúkdóma. Þá verða skoðaðar ýmsar áhugaverðar hliðar á ræktunni eins og nýting blóma bæði í matreiðslu og sem vörn gegn skaðvöldum matjurta. Hvaða geymsluaðferð er best og hvernig nota má uppskeruna í matargerð. Þátttakendur fá nytsamlegar uppskriftir á réttum þar sem uppskeran er í aðalhlutverki. Einnig fer fram verkleg kennsla í sáningu og dreifplöntun.

Kennari: Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur.

Tími:
Lau. 21. mars, kl. 09:00-15:00 (7 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri.

Verð: 12.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og gögn innifalin í verði)

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.


Auður Jónsdóttir


Ræktum okkar eigin ber

Haldið í samvinnu við Garðyrkjufélag Íslands og Græna geirann.
Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um ræktun berjarunna bæði til nytja eða til yndis.

Á námskeiðinu verður farið yfir hverjar séu helstu tegundir berjarunna í ræktun hér á landi. Hvernig skuli staðið að útplöntun þeirra með tilliti til sem mestrar uppskeru (millibil). Hvernig er best að staðsetja runnana út frá skjóli og birtu. Hverjar eru þarfir mismunandi tegunda með tilliti til jarðvegs, áburðar, klippingar og annarrar umhirðu. Helstu tegundir sem teknar verða fyrir eru rifsættkvíslin, reynir, rósir, jarðarber, vínber í gróðurhús, hindber og brómber. Rætt verður um helstu meindýr og sjúkdóma í berjaræktun og hvernig best er að verjast þeim. Er hægt að verja uppskeruna fyrir ágengum fuglum? Hvernig á að standa að uppskerunni, á hvaða tíma og hvaða möguleikar eru við geymslu hennar. Rætt verður um úrvinnslu afurðanna og nemendur fá nytsamlegar uppskriftir af réttum þar sem uppskeran leikur stórt hlutverk. Möguleikar á lífrænni ræktun skoðaðir og hvernig hægt er að nota afskurði úr ræktuninni í safnhaugagerð.

Kennarar: Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur og forstöðumaður LbhÍ Reykjum og Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur og verkefnisstjóri LbhÍ.

Tími: Lau. 21. mars, kl. 09:00-15:00 (7 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Verð:
12.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og gögn innifalin í verði)
Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 3.000kr (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar:
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. (fram komi nafn, kennitala, heimili, sími og nafn námskeiðs) eða hafa samband í síma: 433 5000.


Guðríður Helgadóttir


Jón Kr. Arnarson


Notkun varnarefna í landbúnaði og garðyrkju

Námskeiðið er einkum ætlað þeim sem vilja öðlast réttindi til að kaupa og nota efni í X og A hættuflokkum. Lámarksfjöldi þátttakenda er 15 manns.
Farið verður yfir helstu skaðvalda sem við er að eiga í ræktuninni. Hvaða úrræði eru möguleg til að verjast þeim óværum sem við er að eiga. Sagt verður almennt frá samsetningu varnarefna og verkun þeirra og hvernig megi nota þau á sem tryggastan hátt.
Kynnt verða lög og reglugerðir er varða notkun á efnum í þessum hættuflokkum. Farið í hvers konar tæki eru notuð til úðunar, dreifingar og skömmtunar á varnarefnum, ásamt útskýringum á virkni og meðferð tækjanna.

Kennarar: Sigurgeir Ólafsson Matvælastofnun, Sigríður Kristjánsdóttir Umhverfisstofnun, Guðmundur Halldórsson Landgræðslu ríkisins, Halldór Sverrisson LbhÍ /Skógrækt ríkisins, Grímur Ólafsson Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs, Jón Guðmundsson LbhÍ, Magnús Ágústsson Bændasamtökum Íslands, Svava Þórðardóttir Háskóla Íslands, Sigríður Jansen Umhverfisstofnun, Jóhannes Helgason Vinnueftirliti ríkisins, Helgi Jóhannesson Garðyrkjukandídat, Hjalti Lúðvíksson Frjó

Tími: Mán. 23. mars og þri. 24. mars kl. 09:00-16:00 (18 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Keldnaholti, Reykjavík, í fundarsal á 3. hæð.

Verð: 36.500kr. Hádegisverður og kaffi báða dagana innifalið.

Staðfestingargjald: Staðfesta þarf skráningu með því að millifæra 5.000kr staðfestingargjald (óafturkræft) á reikninginn 1103-26-4237, kt. 411204-3590.

Skráningar á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og skráningarfrestur er 17. mars 2009.

                        
Sigurgeir Ólafsson  
  


Sigríður Kristjánsdóttir

              
Guðmundur Halldórsson         


Halldór Sverrisson


Jón Guðmundsson


Magnús Ágústsson


Svava Þórðardóttir


Sigríður Jansen


Jóhannes Helgason


Helgi Jóhannesson


Hjalti Lúðvíksson