Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar | |
Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar var stofnaður árið 1983 til minningar um Eðvarð Sigurðsson, formann Verkamannafélagsins Dagsbrúnar. Sjóðurinn er í umsjá Alþýðusambands Íslands. Stjórn Minningarsjóðs Eðvarðs Sigurðssonar skipa: Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, Halldór Björnsson, fyrrverandi formaður Starfsgreinasambands Íslands og Sigurður Bessason, formaður Eflinga - stéttarfélags. Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar veitir eftirtalda styrki: 1. Styrk til að sækja námskeið eða afla sér með öðrum hætti þekkingar á verkalýðshreyfingunni og málefnum launafólks, innanlands eða erlendis.
2. Styrk til verkefnis er varða íslenskt samfélag og málefni launafólks. Styrkurinn er ætlaður til að efla rannsóknir og útgáfu á verkum sem varða sérstaklega íslenskt samfélag, vinnumarkaðinn, hagsmuni launafólks og starfsemi verkalýðshreyfingarinnar. Hámarksfjárhæð er kr. 500.000.
|