Deiglan, atvinnu- og þróunarsetur í Hafnarfirði

Deiglan, atvinnu- og þróunarsetur í Hafnarfirði  
Opnað hefur verið í Hafnarfirði DEIGLAN, atvinnu- og þróunarsetur Hafnarfjarðarbæjar, í Menntasetrinu við Lækinn.

Deiglan er vettvangur fyrir fólk sem vill hrinda hugmyndum til atvinnusköpunar í framkvæmd sem og að skapa aðstöðu fyrir samveru, hugmyndavinnu og þróun nýrra atvinnutækifæra.

Boðið verður upp á ráðgjöf í kjölfar atvinnumissis og fulltrúar stéttafélaga og vinnumiðlana verða með fasta viðtalstíma til að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum, leiðum til úrbóta og hugsanlegum atvinnutækifærum .

Allir sem vilja leggja hönd á plóginn og búa yfir góðum hugmyndum sem nýtast myndu við uppbyggingu setursins eru hvattir til að kíkja við í Deiglunni eða hafa samband við Brynhildi Barðadóttur, verkefnisstjóra Deiglunnar, í síma 664 5526 eða á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. .

Hér er hægt að sjá dagskrá næstu daga.

Deiglan verður opin frá 09.00 - 12.00 alla virka daga.