Aðalfundur Græna geirans

Aðalfundur Græna geirans  

Boðað er til aðalfundar Græna geirans 2009 miðvikudaginn 15. apríl kl. 20:00, að Landslagi ehf. á Skólavörðustíg 11, 3. hæð.

1.  Aðalfundarstörf
2.  Kaffihlé
3.  Jón Guðmundsson garðyrkjufræðingur verður gestur fundarins.  Jón er manna fróðastur um þá ótrúlegu möguleika sem geta náðst í ræktun matjurta við íslenskar aðstæður.

Fjölmennum á aðalfund regnhlífasamtaka fagfélaga Græna geirans

Fh. stjórnar Græna geirans