Sumarúthlutun orlofshúsa er lokið

Sumarúthlutun orlofshúsa er lokið  
Sumarúthlutun orlofshúsa er nú lokið og ættu umsækjendur að hafa fengið tölvupóst eða bréf þar sem niðurstaðan er kynnt.  Greiðslu-frestur er til 27. apríl og er einfaldast að ganga frá greiðslunni með kreditkorti á orlofshúsavef félagsins.  Þeir sem greiða með öðrum hætti þurfa að hafa samband við skrifstofuna í síma:  535 6000.

Þeir sem fengu synjun hafa sama frest til að taka það sem ekki hefur gengið út í úthlutun.

Þriðjudaginn 28. apríl geta aðrir félagar tekið hús en þá verður opnað fyrir það sem eftir stendur á orlofshúsavefnum.