Í Deiglunni Hafnarfirði

Í Deiglunni Hafnarfirði  

Fimmtudaginn 16. Apríl kl. 10:00 verður Ólafía Ólafsdóttir verkefnisstjóri með kynningu á verkefninu "Hugmyndir vantar fólk" sem starfar innan Virkjunar Mannauðs á Suðurnesjum. Hugmyndir vantar fólk er verkefni sem hefur það að markmiði að styðja fólk með hugmyndir til framkvæmda. Hópurinn samanstendur af fólki (með eða án atvinnu) sem hefur hugmyndir, vill leggja hugmyndum lið eða vill leggja öðrum til hugmyndir. Kynnt verða, markmið verkefnisins, starfssemi hópsins, aðstaða og framtíðaráætlanir.