Virkjum Kraftinn

 

Virkjum Kraftinn!  

Málþing í Ráðhúsi Ölfuss mánudaginn 27. apríl 2009

Á þinginu verða kynnt þau tækifæri sem í boði eru fyrir fólk sem misst hefur atvinnuna. Einnig verða kynnt þau úrræði sem í boði eru fyrir fyrirtæki og félagasamtök sem vilja stækka við sig og fjölga starfsfólki. Nú er tækifæri fyrir félagasamtök að láta verða af verkefnum sem setið hafa á hakanum og hafa ekki komist til framkvæmda.

Að kynningum loknum verða hópumræður um það hvernig hægt er að virkja kraftinn sem býr innra með okkur og bæta samfélagið. Meðal þess sem fjallað verður um eru atvinnumöguleikar, nýsköpun í atvinnulífi, umhverfismál og menningarmál.

Dagskrá:

17:15-17:25 Ávarp og kynning - Elín Björg Jónsdóttir.

17:25-17:35 Vinnumarkaðsúrræði Vinnumálastofnunar.

17:35-17:45 Impra á Nýsköpunarmiðstöð - Elvar K. Valsson.

17:45-17:55 Atvinnuþróunarfélag Suðurlands - Þorbjörn Jónsson

17:55-18:05 Nýttu Kraftinn - María Björk Óskarsdóttir.

18:05-18:15 Kaffi.

18:15-19:15 Umræður.

Málþingið er öllum opið og er aðgangur frír.

Áhugafólk um samfélagið, einstaklingar án atvinnu og fulltrúar félagasamtaka, íþróttafélaga og fyrirtækja eru sérstaklega hvattir til þess að mæta.

Nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Magnússon í síma 480-3800 eða á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sveitarfélagið Ölfus
Hafnarbergi 1
815 Þorlákshöfn