Heimasíðan hefur legið niðri

 

Heimasíðan hefur legið niðri  
Heimasíðan hefur legið niðri í tvo sólarhringa vegna árársar hakkara.  En 14 sinnum hefur verið ráðist á heimasíðuna á þessum tíma.  Nú eigum við að vera komin í öruggt skjól og samskiptin við félagsmenn að vera eðlileg. 

Um leið og við biðjum afsökun á þessari lokun minnum við á að allir sem hafa fengið úthlutað orlofshúsum og ætla að nýta sér orlofshúsin verða að hafa greitt í síðasta lagi 27. apríl 2009.  En það sem laust er í sumar verður opnað 28. apríl 2009.  Best er að greiða rafrænt með greiðslukorti á
Best er að greiða rafrænt með greiðslukorti á vef félagsins – sjá hér orlofshúsavef félagsins.

Athugið að álagið á skrifstofuna er mikið er nær dregur síðasta greiðsludegi og er því best að ganga frá greiðslunni sem fyrst.