Lífeyrismál - félagsfundur 5. maí 2009 | |
Fundagerð / glærur
Dagskrá: Lífeyrismál. Þorbjörn Guðmundsson formaður stjórnar Sameinaða Lífeyrissjóðsins fór yfir rekstur SL vegna ársins 2008. Tekjur sjóðsins jukust um 12%, lífeyrir hækkaði um 17,2% og þeim sem greiddu til tryggingardeildar fjölgaði um 1% og voru í árslok 12.213. Eignir sjóðsins voru um 96 milljarðar í upphafi ársins 2008 en um 90 milljarðar í lok ársins og höfðu því rýrnað um 6 milljarða. Allt s.l. ár var unnið að því að breyta eignasafni S.L. þ.e. færa eignir sjóðsins úr hlutabréfum í öruggari eignir m.a voru keypt skuldabréf sem talin voru tillögulega örugg fjárfesting. Með neyðarlögunum s.l. haust var nánast allt skuldabréfasafn lífeyrissjóðanna gert verðlaust. Í reikningum sjóðsins er gert ráð fyrir að gera upp gjaldmiðlasamninga miðað við gengisvísitöluna 175 en það er það gengi sem hún stóð í þegar hrun bankanna átti sér stað en í dag stendur vísitalan í kringum 220. Mikil óvissa ríkir um uppgjör gjaldmiðlasamninganna og ekki ólíklegt að þeir endi fyrir dómstólum. Í ársreikningi sjóðsins er gert ráð fyrir varúðarafskriftum sem nemur rúmum 8 milljörðum og mikil óvissa ríkir um verðmæti þeirra eigna. Þorbjörn fór yfir umhverfið sem sjóðurinn hefur starfað í s.l. misseri og benti á að íslenska úrvalsvísitalan hefði lækkað um 94,4% og íslenska krónan um 80,24%. Engar gengisvarnir væru til staðar í dag og í gildi eru gjaldeyrishöft. Miklar líkur eru á að krónan muni styrkast á næstu misserum sem mun leiða til þess að erlendar eignir lækki í íslenskum krónum. Þá rakti Þorbjörn launamál starfsmanna og svaraði spurningum um kjör starfsmanna sjóðsins. Hann gerði grein fyrir að laun framkvæmdastjóra og stjórnarmanna hefðu lækkað um 10% um s.l. áramót.
Laun formanns stjórnar voru: Þorbjörn fór einnig yfir þá gagnrýni sem fram hefur komið á lífeyrissjóðina þ.á.m. ferðir erlendis og boðsferðir á vegum bankanna. Hann greindi frá því að framkvæmdastjóri og forstöðumaður eignasviðs hefðu farið að meðaltali 5 ferðir á ári til útlanda en í því sambandi væri nauðsynlegt að horfa til þess að milli 30 og 40% eigna sjóðsins hefði verið í fjárvörslu erlendis. Varðandi ásakanir um að forstöðumenn og stjórnarmenn lífeyrissjóða hefðu þegið boðsferðir banka og fjármálastofanna væri rétt að taka fram að engin stjórnarmaður SL hefði þegið slík boð en framkvæmdastjóri og forstöðumaður eignasviðs hefðu farið í eina veiðiferð á ári í boði fjármálstofnanna sl. ár. Hann sagði það hafa verið mikil mistök af þeirra hálfu og unnið væri að því að setja skýrar reglur um að slíkt væri ekki leyfilegt. Þá tók til máls Kristján Örn Sigurðsson framkv. stjóri Sameinaða Lífeyrissjóðsins. Kristján sem rakti rekstur sjóðsins sl. ár tók mjög í sama streng og Þorbjörn. Þá fór Kristján yfir eignasafn sjóðsins erlendis og innanlands og sagði frá þeim bréfum sem hafa verið færð niður. Þá var borin upp ályktun frá fundinum og hún samþ. samhljóða. Fundarsókn 55 manns. Kaffiveitingar voru að loknum fundi. |