Öndverðarnes - tjaldsvæði

Öndverðarnes  

Tjaldsvæðið

Árið 2008 var tekið í notkun nýtt tjaldsvæði sem er við sundlaugina okkar.  Mikil notkun varð strax á tjaldsvæðinu og má segja að það sé orðið of lítið strax.  Það er verið að skoða hvort hægt verði að stækka þetta svæði fyrir sumarið.

Þeir sem ætla að nýta sér þessa aðstöðu þurfa að panta pláss hjá umsjónarmanni Öndverðarness. Ekki er leyfilegt að vera með langtímaleigu á stæði .

Þá munu þeir sem ekki hafa aðgang að sundlauginni geta fengið lánskort hjá umsjónarmanni .

Félagsmenn í FIT þurfa að framvísa gildum félagsskírteinum hjá umsjónarmanni til þess að geta notað þessa aðstöðu. 

Þar sem aðsókn er mjög mikil í sundlaug er aðgangur að henni takmarkaður við lóðarhafa og gesti þeirra, sem og þá sem nýta sér tjaldsvæðið. Skoðað verður í sumar hvort hægt sé að breyta fyrirkomulagi í sundlaug á næsta ári.

Í Öndverðarnesi er starfandi golfklúbbur og þeim sem hafa áhuga að spila golf er bent á að hafa samband við golfskálann á svæðinu. Allir geta orðið meðlimir og greitt árgjald. Þeir sem ekki eru meðlimir þurfa að greiða vallargjald í klúbbhúsi.

Þessi rekstur er ekki á vegum félaganna!

Umsjónamaður Öndverðarnes sími:  8616680