Golfmót Samiðnar

Golfmót Samiðnar  
Golfmót Samiðnar verður haldið laugardaginn 13. júní á Golfvellinum í Öndverðarnesi (athugið nýjan stað). Mótið er jafnframt innanfélagsmót aðildarfélaga Samiðnar og opið félagsmönnum og fjölskyldum þeirra.

Ræst verður út á milli kl. 8:30 og 11 og er rétt að benda golfurum á að mæta tímanlega.

Skráning rástíma er í síma 5356000 eða í netfangið helga(hjá)samidn.is og þarf að gefa upp forgjöfina og hvaða stéttarfélagi viðkomandi tilheyrir.