Ráðgjafi sjúkrasjóðs

Ráðgjafi sjúkrasjóðs


Þann 1. ágúst síðastliðinn var Sigrún Sigurðardóttir ráðin sem ráðgjafi sjúkrasjóðs hjá FIT. Um er að ræða samvinnuverkefni stéttarfélaganna og Virk, Starfsendurhæfingarsjóðs. Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum.

Sigrún er með skrifstofu að Borgartúni 30, 6. hæð. Vinnutími er mánudaga, fimmtudaga og annan hvorn miðvikudag. Fastur viðtalstími er kl. 13:00-14:00 á fimmtudögum. Netfang, This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Hlutverk ráðgjafa er að veita einstaklingum aðstoð við að viðhalda og efla virkni til vinnu. Hann býður öllum félagsmönnum sem sækja um dagpeningagreiðslur hjá sjúkrasjóði upp á þjónustu og aðstoð, einnig þeim félagsmönnum sem geta ekki eða eiga erfitt með að sinna sínum störfum eins og er vegna heilsu. Það geta verið einstaklingar sem eru í veikindaleyfi eða jafnvel ennþá í starfi.

Stuðningurinn tekur mið af þörfum og væntingum hvers og eins. En hér eru nokkur dæmi um þann stuðning sem stendur félagsmönnum til boða:

Sem dæmi um þennan stuðning má nefna:

• Ráðgjöf og hvatningu sem tekur mið af aðstæðum einstaklings.
• Mat á starfshæfni sem tekur mið af bæði heilsufarslegum og félagslegum þáttum.
• Aðstoð við gerð og eftirfylgni einstaklingsbundinnar áætlunar um aukna virkni, heilsueflingu og endurhæfingu.
• Aðstoð og leiðbeiningar til að tryggt sé að viðkomandi einstaklingur fái það sem honum ber innan kerfisins.
• Aðstoð frá sérfræðingum eftir mat á stöðu einstaklings hverju sinni. Hér getur t.d. verið um að ræða aðstoð lækna, sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, félagsráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa o.s.frv.
• Aðstoð í formi stuðnings til náms sem hefur það að markmiði að auka vinnugetu einstaklings.
• Aðstoð í formi skipulagðrar starfsendurhæfingar þar sem einstaklingurinn, atvinnurekandinn og mismunandi fagaðilar vinna saman við að finna leiðir til aukinnar vinnugetu.

Sjá nánar um Starfsendurhæfingu.

 

 

Sigrún Sigurðardóttir