Starfsendurhæfing á Suðurlandi

Starfsendurhæfing á Suðurlandi   
Stéttarfélögin á Suðurlandi hafa gert samning við Virk Starfsenduhæfingarsjóð um starf ráðgjafa á sviði starfsendurhæfingar.  Ef starfshæfni er skert eða henni er ógnað vegna heilsubrests þá er hægt að leita til ráðgjafa hjá þjónustuskrifstofu stéttarfélaganna á Suðurlandi að Austurvegi 56 Selfossi.  Ráðgjafinn er sérhæfður í að aðstoða einstaklinga við að efla færni sína og vinnugetu.

.Sem dæmi um þjónustu ráðgjafans má nefna:

• Ráðgjöf og hvatningu , sem tekur mið af aðstæðum hvers og eins
• Mat á starfshæfni, sem tekur mið af heilsufarslegum jafnt sem félagslegum þáttum
• Aðstoð við gerð og eftirfylgni virkniáætlunar, einstaklingsbundinnar
• Leiðbeiningar um réttindi, greiðslur og fjölbreytta þjónustu
• Aðstoð frá sérfræðingum, svo sem sálfræðingum, iðjuþjálfum, sjúkraþjálfurum, læknum, félagsráðgjöfum, náms- og starfsráðgjöfum og fleirum
• Samstarf milli einstaklings, atvinnurekanda hans og fagaðila til að auka starfshæfni starfsmanns
• Kynningar og samstarf við vinnumarkaðinn, stéttarfélög, trúnaðarmenn og heilbrigðisþjónustu um starfsendurhæfingu og möguleg úrræði

Mikilvægt er að hafa samband við ráðgjafa sem fyrst eftir að starfshæfni skerðist en ekki bíða þar til starfsmaður er komin á bætur hjá sjúkrasjóði/styrktarsjóði. Þannig aukast möguleikar á að komast tilbaka í fyrra starf. Nokkrum einstaklingum hefur verið boðið að koma í ráðgjöf og hefur það mælst vel fyrir. Ráðgjafaferlið fer mjög eftir væntingum og getu hvers og eins.

Ráðgjafi stéttarfélaganna á Suðurlandi er Ágústa Guðmarsdóttir. Hafa má samband við hana í síma þjónustuskrifstofunnar 480 5000 eða í tölvupósti virk(hjá)sudurland.is.
Sjá nánar um Virk Starfsendurhæfingarsjóð á vef þeirra.