Heldrimannaferð í Borgarfirði

Heldrimannaferð í Borgarfirði  

Farið var í heldrimannaferð FIT laugardaginn 19. september.  Um 70 heldrimenn tóku þátt ásamt þeim Hilmari Harðarsyni formanni FIT og Ármanni Ægi Magnússyni gjaldkera FIT.  Finnbogi Eyjólfsson sá um leiðsögn.  Fyrsti viðkomustaður var í Borgarnesi þar sem Frumkvöðlasetur í Brákarey var heimsótt.  Þar sýndi Þorsteinn Máni snekkju sem hann hefur verið að smíða.  Stoppað var við útsýnisskífu hjá Svignaskarði og landslagið tekið út.  Hádegisverður var snæddur að Hraunsnefi og kaffi drukkið að Hótel Venus.  Blíðskapar veður var og tóks ferðin vel í alla staði.

Hægt er að skoða fleiri myndir hér.