Bættu um betur í bílgreinum

Bættu um betur í bílgreinum
- Hófst þú nám í bifvélavirkjun,
bílamálun eða bifreiðasmíði
en laukst því ekki?

Ertu starfandi í þessum greinum eða greinum tengdum þeim?  Hefur þú áhuga á að ljúka því námi sem þú hófst?

Bættu um betur - bílgreinar er tilraunaverkefni sem miðar að því að meta færni sem viðkomandi býr yfir inn í skólakerfið, óháð því hvernig hennar hefur verið aflað. Markmiðið er að þátttakendur í verkefninu ljúki sveinsprófi.

Umsóknarfrestur er til 1. nóvember 2009 og matið byrjar í desember.
Áhugasömum er bent á að hafa samband við Iðuna-fræðslusetur í síma 590-6400 (Iðunn eða Ragnar) og fá frekari upplýsingar um verkefnið.  Þar er einnig hægt að skrá sig á kynningarfund. 

Nánari upplýsingar er að finna á idan.is og mimir.is

Samstarfsaðilar um BUB - bílgreinar
• Mímir-símenntun
• Iðan - fræðslusetur
• Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
• Borgarholtsskóli
• Félag iðn- og tæknigreina
• Bílgreinasambandið
• Starfsmenntaráð