Til félagsmanna sem starfa í garðyrkju

Til félagsmanna sem starfa í garðyrkju  
Starfsfólk Landbúnaðarháskóla Íslands býður þeim félagsmönnum sem starfa í garðyrkju til afmælisráðsstefnu í tilefni 70 ára afmælis garðyrkjumenntunar á Reykjum í Ölfusi.  Ráðstefnan verður haldinn að Reykjum 23. október næst komandi. 

Gróska í garðyrkju

Afmælisráðstefna Garðyrkjuskólans á Reykjum 23. október 2009

Fundarstjóri: Björgvin Örn Eggertsson

Dagskrá
13:00 - 13:10 Setning ráðstefnunnar - Ágúst Sigurðsson, rektor LbhÍ
13:10 - 13:40 Garðyrkjumenntun á Reykjum í 70 ár - Guðríður Helgadóttir, staðarhaldari Reykjum
13:40 - 14:05 Rannsóknir og tilraunir í garðyrkju - Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda
14:05 - 14:30 Náttúran beisluð í görðum - Þorkell Gunnarsson, formaður Félags skrúðgarðyrkjumeistara
14:30 - 14:50 Kaffihlé
14:50 - 15:20 Garðurinn hennar ömmu, mömmu, minn - Ásta Camilla Gylfadóttir, landslagsarkitekt
15:20 - 15:50 Íslensk garðrækt - á mörkum hins ótrúlega - Kristinn H. Þorsteinsson, garðyrkjufræðingur
15:50 - 16:15 Að sjá skóginn fyrir trjám - Björn Bjarndal Jónsson, framkvæmdastjóri Suðurlandsskóga
16:15 - 16:30 Samantekt og ráðstefnuslit - Björgvin Örn Eggertsson, fundarstjóri

16:30 - 18:00 Afmæliskaffi að hætti Reykjafólks

Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis. Vinsamlegast skráið þátttöku fyrir 20. október í síma 433-5303 eða á netfangið ingibjorg(hjá)lbhi.is.