Deiglan og RKÍ Hafnarfirði - dagskrá í október

Deiglan og RKÍ Hafnarfirði - dagskrá í október  
Þær breytingar haf orðið á starfsemi Deiglunnar, sem fram til þessa hefur verið starfrækt í Menntasetrinu við Lækinn (Gamla Lækjarskóla), að hafið hefur verið samstarf með Hafnarfjarðardeild Rauða kross Íslands og hefur starfsemi Deiglunnar verið flutt í húsnæði deildarinnar að Strandgötu 24 Hf. þar sem öll dagskrá fer eftirleiðis fram. Þar með leggst einnig af að starfsmaður sé staðsettur í Deiglunni fyrir hádegi eins og verið hefur.

Meðfylgjandi er sameiginleg dagskrá Deiglunnar og RKÍ Hafnarfirði.

Skráning á námskeiðin eru á www.raudikrossinn.is/hafnarfjordur.is undir ,,Á döfinni" eða með pósti á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og í síma 664 5526

Varðandi frí sund- og bókasafnskort fyrir fólk í atvinnuleit í Hafnarfirði verður framvegis sótt um þau í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar, á 1. hæð Ráðhússins að Strandgötu 6.

Ef þið hafið einhverjar hugmyndir um hópastarf og vantar fundarstað er mögulegt að nýta aðstöðuna þar sem Deiglan var staðsett áður, í gamla Lækjarskóla, að höfðu samráði við Brynhildur Barðadóttir MPA, Verkefnisstjóri hjá Fjölskyldusviði,
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it., GSM: 664 5526