Rauði krossinn og Deiglan bjóða uppá spennandi námskeið um hvernig spara á í heimilisrekstrinum. Á námskeiðinu mun Ólafur H. Magnússon viðskiptafræðingur fjalla um hvernig má spara í stóru og smáu í hinum hefðbundna heimilisrekstri.
Hvernig á að setja sér jafnt langtíma sem skammtíma markmið og forgangsröðun í rekstri heimilisins. Námskeiðið fer fram hjá Rauða krossinum Strandgötu 24 (gengið inn frá Fjarðargötu) miðvikudaginn 21. október kl.13.00 - 15:00.
Hér má sjá fleiri námskeið sem í boði eru hjá Rauða krossinum og Deiglunni. |