Ljósmyndasamkeppni 2009

Ljósmyndasamkeppni 2009  

 Sæmileg þátttaka var í ljósmyndasamkeppni FIT en myndefni átti að tengjast vinnu eða áhugamáli þáttakanda. Veitt eru þrenn verðlaun og eru þau vikudvöl í orlofshúsi félagsins utan punktatímabils í vor (ekki páskar). Dómnefndin var einhuga í úrskurði sínum og óskar vinningshöfum til hamingju um leið og hún þakkar öllum þátttakendum fyrir.Fyrstu verðlaun falla í hlut Páls Sigvaldasonar en hann sendi inn skemmtilega mynd af „Tálbeitunni", listaverki eftir Bjarna Þór á Akranesi.Önnur verðlaun fær Einar Maríasson en myndin sem er af honum og syni hans lýsir mikilli væntumþykju og er að mörgu leiti tákræn um handleiðslu og gæti vel heitið það.Þriðju verðlaun hlýtur svo Gústaf Adolf Karlsson, en myndin sýnir svanga munna sem bjuggu í sumar undir pallinum á orlofshúinu að Fitjahlíð 17 Myndin heitir einfaldlega „skógarþrastarungar."

Hægt er að skoða allar myndirnar 
hér.