Orlofsdvöl á Spáni / Ferðatilboð

Orlofsdvöl á Spáni / Ferðatilboð  
Nú geta félagsmenn sótt um leigu á íbúðinni á Spáni eða ferðatilboð sumarið 2010 á orlofsvef félagsins  undir flipanum Ferðatilboð / Spánn.  Hér að neðan eru nánari upplýsingar um Torrevieja á Spáni og ferðatilboð Sumarferða, Plúsferða eða Úrvals-Útsýnar.  Umsóknir verða að hafa borist til FIT í síðasta lagi 8. febrúar. 

TORREVIEJA Á SPÁNI

Verð fyrir íbúðina í Torrevieja er kr. 60.000 (lokaþrif innifalin) og einungis leigð til tveggja vikna í senn.  Leigjendur sjá alfarið um að koma sér til Torrevieja en Iceland Express flýgur til Alicante á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum í sumar og er rétt að benda á að betra er að ganga frá flugi fyrr en seinna. Mörg lággjaldaflugfélög fljúga til Alicante t.d. frá London og  Kaupmannahöfn en allar upplýsingar um þau flug má sjá á vef Iceland Express.

FERÐATILBOÐ SUMARFERÐA, PLÚSFERÐA EÐA ÚRVALS-ÚTSÝNAR

Að þessu sinni er boðið upp á 30 tilboðsferðir að eigin vali til einhvers af áfangastöðum Sumarferða, Plúsferða eða Úrvals-Útsýnar. Félagsmenn sækja um til félagsins og þeir sem fá úthlutað þurfa að greiða kr. 5.000 fyrir staðfestingu á afslætti uppá kr. 35.000. Viðkomandi fær úthlutað afsláttarnúmeri sem hann í framhaldinu getur framvísað hjá ofangreindum ferðaskrifstofum eða notað beint á vef viðkomandi ferðaskrifstofu og nýtt sér þannig afsláttinn.

Ferðatilboðið gildir í allar pakkaferðir ofangreindra ferðaskrifstofa á tímabilinu frá maí til loka september 2010.