"Walk the cup" Tig suða - Málmsuðufélag Íslands

"Walk the cup" Tig suða - Málmsuðufélag Íslands  
Málmsuðufélag Íslands í samvinnu við Iðnskólan í Hafnarfirði stendur fyrir kynningu á "Walk the cup" Tig suðu, föstudaginn 26. febrúar n.k. klukkan 16:00 í Iðnskólanum Hafnarfirði.

Hilmar Erlingsson mun útskýra og sýna tæknina og leiðbeina þeim sem vilja prófa sjálfir. Kynningin er öllum opin og kostar 1.500kr. Við hvetjum málmiðnaðarmenn og aðra áhugamenn að koma og kynna sér þessa sérstöku aðferð við TIG suðu og gerast um leið félagar í Málmsuðufélaginu.

Léttar veitingar verða í boði Málmsuðufélagsins.