Auglýsing um sveinspróf

Auglýsing um sveinspróf    


Sveinspróf í framreiðslu, bakaraiðn, kjötiðn verða
haldin í maí.
Sveinspróf í hársnyrtiiðn verður haldið í maí.
Sveinspróf í prentsmíð - grafískri miðlun, prentun og
bókbandi, verða haldin í maí. Mat á starfsreynslu í
fjölmiðlatækni og bókasafnstækni fer fram í maí-júní.
Sveinspróf í húsasmíði, pípulögnum, múrsmíð og
málaraiðn verða haldin í maí-júní.

Umsóknarfrestur fyrir ofangreind próf er til 1. apríl.

Sveinspróf í blikksmíði, stálsmíði og netagerð, gull- og
silfursmíði, söðlasmíði og skósmíði, húsgagnasmíði,
dúklögnum og veggfóðrun verða haldin í maí-júní ef
næg þáttaka fæst.
Snyrtifræði, skriflegt 14. maí, verkleg próf 15.-16. maí
og 29.-30. maí.
Kjólasaumi og klæðskeraiðngreinum í maí-júní.
Bifvélavirkjun, bifreiðasmíði og bílamálun í maí-júní.

Umsóknarfrestur fyrir ofangreind próf er til 1. maí.

Sveinspróf í vélvirkjun verða í september og ljósmyndun
í október.

Umsóknarfrestur fyrir ofangreind próf er til 1. júní.

Nánari tímasetningar verða auglýstar á heimasíðu Iðunnar.

Með umsókn skal leggja fram afrit af námssamningi,
lífeyrissjóðsyfirlit og burtfararskírteini með einkunnum
eða staðfestingu skóla á því að nemi muni útskrifast í
maí 2010.

Kostnaður próftaka s.s. efniskostnaður, er mismunandi
eftir iðngreinum.

Umsóknareyðublöð má nálgast á heimasíðu Iðunnar,
og á skrifstofunni.

Iðan fræðslusetur
Skúlatún 2
105 Reykjavík
Sími: 590 6400
www.idan.is