 Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Smáralind 18. og 19. mars 2010. Það er haldið í fimmta sinn og er fyrst og fremst ætlað að vekja atygli á iðn- og verkgreinum, kynna þær almenningi og vekja athygli á þeim tækifærum sem felast í námi og starfi á þessu sviði.
 
Keppt verður í 15 greinum auk þess sem fleiri greinar verða með sýningu á aðferðum og tækni. Greinar þær sem keppt verður í eru málmsuða, trésmíði, pípulögnum, bíliðngreinum, málariðn, dúklagningum, hársnyrtingu, snyrtifræði, grafískri miðlun og ljósmyndun, bakaraiðn, matreiðslu, framreiðslu, kjötiðn, skrúðgarðyrkju og rafvirkjun.

Dagskrá
Fimmtudagur 18. mars Kl. 09:30 keppni hefst Kl. 16:30 keppni lýkur
Föstudagur 19. mars Kl. 09:30 keppni hefst Kl. 15:30 keppni lýkur Kl. 18:00 verðlaunaafhending
Hægt er að skoða myndir frá mótinu hér.
|
|