Unnið úr umsóknum um dvöl í orlofshúsum FIT í sumar

Unnið úr umsóknum um dvöl í orlofshúsum FIT í sumar
Það bárust 335 umsóknir um orlofsdvöl í húsum FIT í sumar og yfirgnæfandi fjöldi þeirra sendi inn með rafrænum hætti í gegnum orlofssíðuna.  Nú er verið að vinna úr umsóknum og verða svör send út eftir helgina hvort sem umsækjendur fengu samþykki eða synjun. Svörin verða send í tölvupósti til þeirra sem sóttu um rafrænt en bréflega til hinna.

Greiðslufrestur er til 7. apríl

Þeir sem voru of seinir að skila inn umsókn geta sótt um þegar greiðslufresti lýkur 8. apríl og verða þá laus hús sett inn á vefinn - þar gildir fyrstur pantar fyrstur fær.