Garðaúrgangur í stórum stíl

Garðaúrgangur í stórum stíl - mögulegar leiðir til staðbundinnar jarðgerðar

Endurmenntun Háskóla Íslands í samstarfi við Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma (KGRP) og Horticum menntafélag.
Námskeið fyrir starfsfólk og stjórnendur hjá sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum sem hyggja á jarðgerð eða eru nú þegar komnir af stað. Námskeiðið hentar einnig kjörnum fulltrúum nefnda sem fjalla um málefnið í sínu sveitarfélagi.
Kennsla fer að mestu fram í fyrirlestraformi en gert er ráð fyrir sýnikennslu á útisvæði (fatnaður í samræmi við veður). Hádegisverður er innifalinn í námskeiðinu.
Skráningarfrestur er til 29. mars.

Jarðgerð á lífrænum garðaúrgangi hefur aukist hjá sveitarfélögum, stofnunum og fyrirtækjum undanfarin ár og hefur árangur víða verið góður. Tækifæri til að efla slíka starfsemi eru víða en nauðsynlegt er að fræða starfsfólk og stjórnendur um undirbúninginn, vinnsluna og afurðina til að ná enn betri árangri. Á námskeiðinu verður sérstaklega fjallað um mögulegar leiðir til að koma á markvissri staðbundinni jarðgerð þar sem unnið er með hráefni af eigin svæðum sem og nýtingarmöguleikum tilbúinnar moltu sem afurðar. Farið verður yfir kosti og galla sem jarðgerðinni fylgja þ.m.t. kostnaðarþætti.

Undirbúningur jarðgerðar:
Mæling hráefnis
Mismunandi flokkar efnis
Hentugt svæði og aðstaða
Starfsleyfi
Tækjaþörf

Vinnslan:
Aðferðir (múgar, belgir ofl.)
Fræðsla og þjálfun starfsmanna sem sinna jarðgerð
Vinnulag og ferli vinnslu
Gæðaeftirlit

Afurðin:
Eiginleikar moltunnar
Notkun moltu til ræktunar og gróðurbóta
Fræðsla starfsmanna sem vinna með moltu
Hagræn gildi og kostnaðarþættir
Umhverfislegur ávinningur

Kennarar: Baldur Gunnlaugsson, skrúðgarðyrkjumeistari og garðyrkjutæknir, Heimir Janusarson, skrúðgarðyrkjufræðingur, Björn Guðbrandur Jónsson, líffræðingur og Axel Knútsson, skrúðgarðyrkjumeistari og yfirverkstjóri í Laugardal
Tími: Fim. 8. apríl kl. 9:00-15:30
Verð: 19.800 kr.


Nánari upplýsingar um námskeiðið og skráning hér
eða í síma 525 4444

Þegar fyrirtæki eða sveitarfélög eru að senda 5 eða fleiri á sama námskeiðið þá hlýst 20% hópafsláttur.