Góðærisins gætir enn í iðnnámi

Góðærisins gætir enn í iðnnámi  

Fjölmenni var þegar 106 nemar í 5 iðngreinum fengu afhent sveinsbréf á sameiginlegri sveinsbréfaafhendingu sveina- og meistarafélaga í bíl-, bygginga-, málm- og véltæknigreinum sem haldin var í Kiwanishúsinu Engjateigi laugardaginn 27. mars 2010.

Útskriftin var á vegum Félags iðn- og tæknigreina, Fagfélagsins og meistarafélaganna. Flestir luku sveinsprófi í húsasmíði eða 54 talsins. Auk þess voru útskrifaðir 20 bifvélavirkjar, 2 blikksmiðir, 7 vélvirkjar og 21 pípulagningamenn.

Í setningarræðu sinni fjallaði Hilmar Harðarson, formaður Félags iðn- og tæknigreina, um mikilvægi þess að nýta sér fjölmarga möguleika til framhaldsmenntunar. Einnig benti hann á stöðugar framfarir sem verða í iðngreinunum og mikilvægi endurmenntunar í því samhengi, "iðnmenntun er hlut af undirstöðum þjóðfélagsins og þó ástandið sé erfitt núna má ekki hætta að mennta iðnaðarmenn því hlutverk þeirra í uppbyggingunni sem er framundan er mikilvægt".

Athygli vekur hversu margi húsasmiðir vorua að útskrifast. Baldur Þór Baldvinsson, formaður meistarfélags húsasmiða, telur ástæður þess vera að í góðærinu hafi verið mikil eftirspurn eftir húsasmiðum og góðar framtíðarhorfur í greininni. Umhvefið sé nú gjörbreytt og erfiðar atvinnuhorfum hjá nýsveinum, hann nefndi einnig að nemar ættu í auknu mæli í erfiðleikum að komast að í starfsþjálfun til að geta lokið námi. Sérstaklega ætti þetta við um byggingargreinarnar, "iðnnám á Íslandi er með því besta sem þekkist í heiminum og við eigum ekki að þurfa að flytja þessa þekkingu til landssins". Í lokaávarpi hvatti Baldur nýsveina til að viðhalda menntun sinni, "sveinsprófið er áfangi en ekki lokatakmark, menn eruð allt lífið að læra".

Umfjöllun á Eyjunni má skoða hér og Pressunni hér

Hægt er að skoða fleiri myndir hér.Sverrir V. Hauksson formaður Bílgreinasambandsins stýrði athöfninniBifvélavirkjarHaukur Óskarsson, formaður sveinsprófsnefndar vélvirkja ásamt nýseinum í greininni.Hilmar Harðarson, formaður FIT ásamt nýsveini í blikksmíði.Konnráð Ingi Torfason, formaður sveinsprófsnefndar húsasmiða afhendir sveinsbréfHelgi Pálsson ásamt nýsveinum í pípulögnum.HúsasmiðirBirgir Hólm, Helgi Pálsson, Hilmar Harðason og Baldur Þór Baldvinsson