Heldrimannaferð 25. september 2010

Heldrimannaferð 25. september 2010
Farið verður laugardaginn 25. september 2010 í árlegt ferðalag Félags iðn- og tæknigreina fyrir félagsmenn sem náð hafa 67 ára aldri eða verða 67 ára á árinu. Lagt verður af stað frá Borgartúni 30 kl. 10:00 stundvíslega. Fararstjóri verður Sveinn Ingason.

Fyrir þá sem eru að fá boð um að fara í fyrsta sinn skal upplýst að ferðirnar eru að kostnaðarlausu.

Félag iðn- og tæknigreina mun bjóða til hádegisverðar á leiðinni og í síðdegiskaffi. Gert er ráð fyrir að vera komin í Borgartún um kl. 18:00.

Skráning er á skrifstofum félagsins eða í síma 535 6000 fyrir fimmtudaginn 23. september 2010.