Hátíð hjá nýsveinum

Hátíð hjá nýsveinum
Föstudaginn 1. október fékk 141 nemi í 7 iðngreinum afhent
sveinsbréf á sameiginlegri hátíð sveina- og meistarafélaga í
bílgreinum, byggingagreinum og málm- og véltæknigreinum sem haldin var á Kiwanishúsinu Engjateigi. Flestir luku sveinsprófi í húsasmíði eða 66 talsins. 14 bifvélavirkjar, 19 pípulagningamenn, 16 málarar, 12 múrarar, 7 bifreiðasmiðir og 7 bílamálarar fengu einnig afhent sveinsbréf.

Í tilefni dagsins héldu Félag iðn- og tæknigreina, Fagfélagið og
meistarafélögin nýsveinunum veglegt hóf þar sem kennarar, meistara, , ættingjar og vinir samglöddust með nýsveinunum.

Í lokaávarpi minnti Hilmar Harðarson formaður Félags iðn- og tæknigreina, á mikilvægi menntunar og að á tímum samdráttar og atvinnuleysis gæti menntun skilið á milli þeirra sem heima sitja og hinna sem hafa atvinnu. Þó það væri ekki fagnaðarefni þá væri ljóst að fjöldi Íslendinga leitaði nú vinnu erlendis og það væri þeim iðnmenntuðu sem gengi best að fá vinnu. "Mikilvægi menntunar hefur aldrei verið meira á Íslandi", sagði Hilmar.

Fleiri myndir frá útskriftinni má skoða hér.