Tilnefningar til starfsmenntaverðlauna 2010

Tilnefningar til starfsmenntaverðlauna 2010


Starfsmenntaráð hefur undanfarin ár staðið fyrir veitingu Starfsmenntaverðlauna. Nú hefur Starfsmenntaráð verið lagt niður og Fræðslumiðstöð atvinnulífsins hefur verið falin umsjón með Starfsmenntaverðlaununum árið 2010. Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim aðilum sem vinna að framúrskarandi verkefnum í fræðslumálum og starfsmenntun. Tilgangur þeirra er að styðja við nýsköpun og framþróun starfsmenntunar á Íslandi ásamt því að vekja athygli á málefninu. Verðlaunin eiga að vera verðlaunahöfum hvatning til áframhaldandi starfa og öðrum til fyrirmyndar á þessu sviði.

Forseti Íslands afhendir verðlaunin. Verðlaunagripurinn er unnin eftir merki verðlaunanna, og er tré með skeifulaga laufum, steypt í brons. Verðlaunahafar geta í framhaldinu notað merkið sem gæðaviðurkenningu.

Óskað er eftir tilnefningum/umsóknum í þremur flokkum:

· Flokki fyrirtækja
· Flokki skóla og fræðsluaðila

· Flokki félagasamtaka og einstaklinga

Sjá nánari upplýsingar um Starfsmenntaverðlaunin 2010 hér.

Sjá auglýsingu um Starfsmenntaverðlaunin í viðhengi.